tisa: Alveg að koma, næstum því...já

mánudagur, mars 06, 2006

Alveg að koma, næstum því...já

Æfingaleyfi á morgun, þá mun líf mitt batna.
Það er erfitt að vera ég á mánudögum, sérstaklega vegna þess að ég píni mig til að vaka fram eftir til að horfa á Sex in the City síðan skóli og blessaða vinnan mín. Lost er bjargvættur mánudaganna. Ég elska þig, Lost. Ég elska þig meira en kók.

Á morgun mun ég geta keyrt út um allar trissur með grænan segul á skottinu og pabba í farþegasætinu, en ég vorkenni honum meiar en mér. Síðan í júní mun ég allt í einu eignast fullt, fullt af vinum. Eitthvað tengt því að ég mun vonandi verða komin á bíl þá.
Samkeppnin um road-trip með mér er ennþá í fullum gangi..... Það lítur samt út fyrir að ég þurfi að fara í svona þrjú ef ég vill halda lífi.


Ég ætla að segja smá frá dönsku, mínu uppáhald fagi í gervöllum heiminum.
Við vorum að horfa einhvera mynd um gaura sem opna slátrarabúð, búðinni gengur illa þannig þeir drepa fólk, marinera það, skera í sneiðar og selja. Þá gengur þeim allt í haginn og viðskiptin blómstra....... Danir

Makes you think

Smá innsýn í námið mitt.


Annars er ég að leita að styrktaraðila.
Helst einhver moldríkur olíujöfur sem getur styrkt mig í utanlandferðum mínum, skókaupum, bílkaupum og þar eftir götunum.

Ef þú ert olíujöfur, eða ríkur búgarðseigandi frá Texas hafðu samband.

Farin að þykistulæra undir enskupróf.


Tinna - Leti er lífsstíll





tisa at 19:56

2 comments